Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1052  —  249. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um útköll sérsveitar ríkislögreglustjóra.


     1.      Hversu mörgum vopnuðum útköllum sinnti sérsveit ríkislögreglustjóra á árunum 2017– 2022?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






     2.      Hversu margar tilkynningar bárust lögreglu um vopnaða einstaklinga á sama tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.
    Ekki reyndist unnt að taka saman fjölda þeirra mála þar sem lögreglu berst tilkynning um vopnaða einstaklinga. Það er m.a. vegna þess að í sumum tilvikum er tilkynnt um vopn á vettvangi en viðbrögð við slíkum tilkynningum eru svipuð og ef um væri að ræða tilkynningu um vopnaðan einstakling. Þá getur það gerst að lögreglu hafi borist tilkynning um vopnaðan einstakling án þess að sérsveit lögreglu sé kölluð til eða lögregla vopnist vegna þess að aðrar skýringar hafi komið í ljós í kjölfarið og geta slíkar tilkynningar verið skráðar með mismunandi hætti.
    Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar um fjölda vopnaðra útkalla sérsveitar samkvæmt lögreglukerfi ríkislögreglustjóra (LÖKE) á umbeðnu tímabili:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.